Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. maí 2019 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Pepsi Max-kvenna: Breiðablik ekki í vandræðum með Þór/KA
Agla María Albertsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu báðar
Agla María Albertsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu báðar
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Þór/KA 1 - 4 Breiðablik
0-1 Hildur Antonsdóttir ('28 )
0-2 Agla María Albertsdóttir ('34 )
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('53 )
1-3 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('68 )
1-4 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('81 )

Breiðablik er með fullt hús stiga í Pepsi Max-deild kvenna eftir 4-1 sigur á Þór/KA í 4. umferð í kvöld en leikurinn fór fram á Þórsvellinum á Akureyri.

Hildur Antonsdóttir kom Blikum á bragðið á 28. mínútu með föstu skoti í slá og inn áður en Agla María Albertsdóttir bætti við öðru sex mínútum síðar.

Berglind Björg Þorvalsdóttir skoraði svo þriðja markið á 53. mínútu áður en Sandra Stephany Mayor Gutierrez minnkaði muninn fimmtán mínútum síðar.

Það var síðan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem gerði út um leikinn og gulltryggði sigur Blika á 81. mínútu.

Þessi lið hafa barist hart um titilinn síðustu ár en Blikar unnu deildina fyrir lokaumferðina í fyrra.

Breiðablik er nú með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir, líkt og Valur en Þór/KA í 5. sæti með 6 stig.

Hægt er að lesa nánar um leikinn hér fyrir neðan en hann var auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Þór/KA 1 - 4 Breiðablik - Textalýsing
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner