Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. maí 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Silva ekki áfram hjá Sevilla
Mynd: Getty Images
Andre Silva, sóknarmaður AC Milan, hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa Sevilla í lok tímabils.

Sevilla var með klásúlu um að geta keypt Silva alfarið en leikmaðurinn er á láni frá Milan. Nú er ljóst að spænska félagið ætli ekki að nýta sér klásúluna.


„Öðru tímabili lokið. Ég þakka Sevilla kærlega fyrir magnaðar móttökur," segir Silva.

„Ég elska andann hjá félaginu og borginni. Ég vona að framtíðin færi mér góða hluti."

Þessi 23 ára leikmaður skoraði sjö mörk í fyrstu sjö deildarleikjum sínum fyrir Sevilla en náði svo aðeins að bæta við tveimur til viðbótar.

Tímabilið 2017-18 skoraði þessi fyrrum markaskorari Porto 10 mörk í 40 leikjum fyrir Milan.


Athugasemdir
banner
banner