Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. maí 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Met sett hjá ÍR þegar 22 leikmenn sömdu við félagið
ÍR leikur í 2. deild í sumar.
ÍR leikur í 2. deild í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Penninn var svo sannarlega á lofti hjá ÍR fyrr í þessari viku þegar 22 leikmenn sömdu við kvennalið félagsins.

Ásamt því var samningur undirritaður við Ásgeir Þór Eiríksson um áframhaldandi störf sem aðstoðarþjálfari liðsins.

Að sögn Magnúsar Þórs, formanns knattspyrnudeildar ÍR, var þarna um að ræða innanfélagsmet í samningagerð á einum degi.

„Ljóst er að mikill hugur er í ÍR-ingum fyrir kvennastarfinu í sumar og ánægjulegt að sjá jafn stóran og flottan hóp leikmanna sem eru klárar í slaginn," segir í tilkynningu frá Breiðholtsfélaginu.

ÍR-ingar leika í 2. deild í sumar eftir fall úr 1. deildinni í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner