Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. maí 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anna og Berglind spiluðu í sjaldgæfum sigri - Svava sneri aftur á völlinn
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Getty Images
Landsliðskonurnar Anna Björk Kristjánsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir spiluðu báðar allan tímann þegar Le Havre vann 1-0 sigur á Paris FC í frönsku úrvalsdeildinni.

Eina mark leiksins kom þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Þetta var sjaldgæfur sigur fyrir Le Havre sem er á botni deildarinnar með átta stig. Það er spurning hvort Anna Björk og Berglind verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.

Í Bordeaux tóku heimakonur á móti meisturunum í Lyon. Það var ánægjulegt að sjá að Svava Rós Guðmundsdóttir var í leikmannahópi Bordeaux annan leikinn í röð og í þetta skiptið kom hún inn á af bekknum. Hún lék síðustu tíu mínúturnar í naumu tapi. Þetta var fyrsti leikur Svövu frá því í janúar.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, leikur ekki með Lyon þessa stundina þar sem hún er ólétt. Lyon vann í kvöld 1-0 sigur. Lyon er einu stigi á eftir toppliði Paris Saint-Germain þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.
Athugasemdir
banner
banner