Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. maí 2021 23:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blikar.is: Stjarnan litu hrikalega illa út miðað við seinustu ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur ekki riðið feitum hesti í upphafi Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Stjarnan er á botni deildarinnar með aðeins tvö stig eftir fyrstu fimm leikina.

Það hefur mikið gengið á í upphafi móts í Garðabæ. Félagið seldi Sölva Snæ Guðbjargarson, efnilegan leikmann í Breiðablik, og missti þjálfara sinn til margra ára, Rúnar Pál Sigmundsson.

Stjarnan tapaði í kvöld 4-0 fyrir nágrönnum sínum í Breiðablik. Garðbæingar áttu aldrei möguleika og Breiðablik komst á sigurbraut.

Freyr Snorrason skrifar um leikinn á stuðningsmannasíðunni Blikar.is og þar skrifar hann að leikurinn í kvöld hafi verið mun betri en gegn Víkingum í síðustu umferð þar sem niðurstaðan var 3-0 tap. Stjarnan hafi hins vegar litið hrikalega illa út.

„Þessi leikur var allt annað en það sem við buðum upp á gegn Víkingum, vörnin var þétt og góð. Anton Ari fær líka stórt hrós hann varði ágætlega nokkrum sinnum og var öruggur í öllum sínum aðgerðum. Boltarnir út úr vörninni voru geggjaðir. Damir og VÖM líka góðir! Megum ekki fara fram úr okkur, Stjarnan litu hrikalega illa út miðað við seinustu ár. Fyrir vikið var minni 'derby' bragur á þessum leik en ég hafði haldið. Höldum áfram, byggjum á þessu og þrýstum okkur áfram upp töfluna," skrifar Freyr en greinina má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner