Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. maí 2021 20:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danny Guthrie lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu
Lengjudeildin
Mynd: Getty Images
Danny Guthrie lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-1 sigri Fram gegn Þór í Lengjudeildinni.

Danny, sem er 34 ára, er mjög reyndur miðjumaður sem hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og um 150 leiki í Championship deildinni. Hann hóf atvinnumannaferil sinn með Liverpool en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading.

Hann gekk í raðir Fram fyrir Íslandsmót og hefur verið að vinna í því að koma sér í stand.

Guthrie var leystur undan samningi við Blackburn Rovers 2017 og gekk árið eftir í raðir Mitra Kukar í Indónesíu. 2019-2021 hefur hann leikið fyrir Walsall í ensku D-deildinni.

,Þetta kom bara óvænt inn á borð til okkar og þetta gekk hratt fyrir sig. Okkur fannst þetta spennandi og honum líka. Þetta var ekki mjög flókið mál neitt þannig," sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson, aðstoðarþjálfari Fram, í viðtali við Fótbolta.net eftir fyrsta leik.

Hægt er að lesa nánar um leik Fram og Þórs með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner