Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 21. maí 2021 21:54
Hafliði Breiðfjörð
Indriði Áki: Utanfótarsnudda fyrir utan teig í samskeytin
Lengjudeildin
Indriði Áki í Vestmannaeyjum í síðustu umferð.
Indriði Áki í Vestmannaeyjum í síðustu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég myndi ekki beint segja að þetta hafi verið auðveldur sigur en ég átti von á meiri baráttu í leiknum," sagði Indriði Áki Þorláksson leikmaður Fram eftir 4 - 1 heimasigur á Þór í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Þór

„Við spiluðum mjög góðan fótbolta og það virkaði kannski auðvelt því við gerðum þetta mjög vel."

„Ef við spilum okkar leik þá eru ekki mörg lið í deildinni sem ráða við okkur og við sýndum það vel í dag. Við erum með betri liðum deildarinnar og það verður erfitt að koma í Safamýrina og sækja stig. Það er planið. Við viljum hafa þetta vígi og vinna alla leiki svo liðin mega eiga von á alvöru leik þegar þau koma hingað."


Indriði skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, fyrst með skalla en það seinna var einkar glæsilegt skot fyrir utan teig.

„Utanfótarsnudda fyrir utan teig í samskeytin," sagði Indriði þegar ég bað hann að lýsa markinu. „Ég fæ ekki mörg færi og þurfti bara að skjóta."

Alexander Már Þorláksson tvíburabróðir Indriða kom inná sem varamaður í leiknum í dag. Hann sagði gaman að spila með honum.

„Það er bara alltof langt síðan síðast. Við erum búnir að spila mjög lítið saman svo ég er mjög sáttur með að spila með honum. Við spiluðum síðast saman alvöru leik í 3. flokki, vorum ekki saman í 2. flokki og vorum saman hjá Fram fyrir þremur árum en þá fengum við enga alvöru leiki saman. Hann er mikið betri í að skora en ég, ég á ekki séns í hann þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner