Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 21. maí 2021 21:43
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Jói Kalli: Við hefðum getað spilað betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA vann HK í dag 1-3 í Kórnum í Pepsi Max deild karla. HK-ingar komust yfir snemma leiks með marki frá Arnþóri Ara Atlasyni en skagamenn komu til baka og skoruðu þrjú mörk. Jóhannes Karl Guðjónsson sagðist vera sáttur með frammistöðu sinna manna.

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna, við hefðum getað spilað betur með boltann en fyrst og fremst agaður varnarleikur, mikil vinnusemi, mikið sem menn voru tilbúnir að leggja á sig og mér fannst við vera yfir í baráttunni í heildina í leiknum og ég held að það hafi verið það sem skóp þennan sigur fyrir okkur."

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 ÍA

Hallur Flosason fékk rautt spjald undir lok leiks og er það þriðja rauða spjald Skagamanna í 5 leikjum í mótinu. Jói segir þeir hafi verið óheppnir með sum spjöldin.

„Ég held að við höfum verið pínu óheppnir í hluta af þessum spjöldum. Þrjú rauð spjöld er náttúrulega allt of mikið og ekki eitthvað sem við erum að leggja upp með. Einhver skipti fannst mér fyrra gula spjaldið í eitthvað af þessum þremur ekki vera réttlætanlegt en bæði skiptin hafa seinni gulu verið réttlætanleg þannig þegar að uppi er staðið eru þetta sanngjörn rauð spjöld."

Næsti leikur ÍA verður gegn Breiðablik þann 24. maí og segir Jóhannes að sínir menn séu klárir í næsta leik.

„Það er stutt á milli leikja núna og Blikarnir eru með frábært lið og verða erfiðir að eiga við en þeir eru að koma upp á Skaga og við verðum líka mjög erfiðir að eiga við. Við erum klárir í næsta leik alveg klárlega."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner