banner
   fös 21. maí 2021 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeild kvenna: Grótta og KR í tveimur efstu sætunum
Eydís Lilja gerði þrennu fyrir Gróttu.
Eydís Lilja gerði þrennu fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og KR unnu flotta sigra í Lengjudeild kvenna í kvöld. Tveir leikir fóru fram í deildinni.

Grótta fékk Grindavík í heimsókn á Seltjarnarnes og þar var Eydís Lilja Eysteinsdóttir í stuði í liði heimakvenna. Hún gerði tvö fyrstu mörk leiksins.

Christabel Oduro minnkaði muninn fyrir Grindavík en heimakonur innsigluðu sigurinn á síðustu mínútum leiksins og lokatölur 3-1 fyrir Gróttu sem eru í öðru sæti deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki. Grindavík er með tvö stig. Eydís Lilja gerði þriðja markið og fullkomnaði þrennu.

Á toppnum er KR sem vann 4-1 sigur á ÍA á Meistaravöllum í Vesturbæ.

KR tók forystuna en ÍA jafnaði í 1-1. Svo gekk KR á lagið og vann að lokum 4-1. KR er með sex stig, rétt eins og Grótta. ÍA er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Grótta 3 - 1 Grindavík
1-0 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('8)
2-0 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('13)
2-1 Christabel Oduro ('16)
3-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('90)

KR 4 - 1 ÍA
1-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('14)
1-1 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('42
2-1 Ingunn Haraldsdóttir ('54)
3-1 Laufey Björnsdóttir ('90)
4-1 Kathleen Rebecca Pingel ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner