Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. maí 2021 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Fjölnir á flugi - Þróttur og Kórdrengir á sigurbraut
Lengjudeildin
Fjölnismenn eru með fullt hús.
Fjölnismenn eru með fullt hús.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar eru komnir á blað en Ólsarar eru áfram án stiga.
Þróttarar eru komnir á blað en Ólsarar eru áfram án stiga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð gerði tvennu fyrir Kórdrengi.
Davíð gerði tvennu fyrir Kórdrengi.
Mynd: Hulda Margrét
Þá eru allir fimm leikir dagsins í Lengjudeildinni búnir. Fram og Fjölnir eru með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.

Fjölnir heimsótti Grindavík suður með sjó og vann þar sterkan sigur eftir markalausan fyrri hálfleik.

Ragnar Leósson kom Fjölnismönnum yfir snemma í seinni hálfleiknum og Hilmir Rafn Mikaelsson, sem er fæddur árið 2004, bætti við marki tveimur mínútum síðar. „Hilmir Rafn fær boltann og á eftir að gera helling. Keyrir í átt að marki og fer fram hjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum áður en hann leggur boltann snyrtilega framhjá Aroni í markinu," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu þegar Hilmir skoraði.

Fjölnir er með níu stig eins og Fram en eftir þriðju umferðina gætu þrjú lið verið með fullt hús stiga. Vestri á eftir að spila sinn leik en þeir eru með sex stig. Grindavík hefur núna tapað tveimur í röð eftir sigur á ÍBV í fyrsta leik.

Þróttur Reykjavík náði í sín fyrstu stig í sumar þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í Laugardaalnum. Hrvoje Tokic minnkaði muninn í 2-1 úr vítaspyrnu á 63. mínútu en Þróttur gekk frá leiknum þegar Hafþór Pétursson skoraði á 89. mínútu.

Núna eru fimm lið með þrjú stig eftir þrjá leiki, þar á meðal bæði Þróttur og Selfoss.

Víkingur Ólafsvík hefur ekki litið vel út í upphafi tímabils en þeir eru án stiga. Þeir töpuðu á heimavelli, 1-3, gegn Kórdrengjum í kvöld. Miðverðirnir Davíð Þór Ásbjörnsson og Loic Ondo sáu um markaskorun fyrir Kórdrengi í kvöld en staðan var 3-0 í hálfleik.

Ólsarar klóruðu aðeins í bakkann í seinni hálfleiknum og lokatölur 1-3. Kórdrengir eru með fjögur stig í fjórða sæti.

Þróttur R. 3 - 1 Selfoss
1-0 Daði Bergsson ('21 )
2-0 Lárus Björnsson ('61 )
2-1 Hrvoje Tokic ('63 , víti)
3-1 Hafþór Pétursson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Grindavík 0 - 2 Fjölnir
0-1 Ragnar Leósson ('57 )
0-2 Hilmir Rafn Mikaelsson ('59 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Ó. 1 - 3 Kórdrengir
0-1 Loic Cédric Mbang Ondo ('19 )
0-2 Davíð Þór Ásbjörnsson ('27 )
0-3 Davíð Þór Ásbjörnsson ('41 )
1-3 Harley Bryn Willard ('80 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit í dag:
Lengjudeildin: Fram og ÍBV með stórsigra - ÍBV komið á blað
Athugasemdir
banner
banner
banner