Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. maí 2021 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Fyrsti sigur Fylkis - Vörn Keflavíkur lekur illa
Orri skoraði tvennu.
Orri skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 4 - 2 Keflavík
0-1 Frans Elvarsson ('3 )
1-1 Djair Terrain Carl Parfitt-Williams ('14 )
2-1 Orri Hrafn Kjartansson ('25 )
3-1 Orri Sveinn Stefánsson ('60 )
4-1 Orri Hrafn Kjartansson ('61 )
4-2 Josep Arthur Gibbs ('71 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max-deildinni í sumar þegar þeir fengu nýliða Keflavíkur í heimsókn í Lautina.

Það voru gestirnir í Keflavík sem tóku forystuna í leiknum eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Frans Elvarsson skoraði þá eftir darraðadans í teignum.

Fylkir svaraði hins vegar markinu vel. „Fær sendingu inn á teig, tekur skærin og setur hann svo fast á milli fóta Sindra í marki Keflavíkur á nærstöng," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson þegar Djair Parfitt-Williams skoraði og jafnaði metin.

Orri Hrafn Kjartansson kom svo Fylkismönnum yfir á 25. mínútu og endurkoman fullkomnuð.

Nafnarnir Orri Sveinn og Orri Hrafn bættu svo við mörkum með stuttu millibili í seinni hálfleik. Þeir komu heimamönnum í 4-1, staðan þægileg.

Joey Gibbs minnkaði muninn með sínu fyrsta marki í Pepsi Max-deildinni á 71. mínútu. Markið kom af vítapunktinum en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 4-2.

Þetta er fyrsti sigur Fylkis í sumar og er liðið núna með fimm stig. Keflavík hefur þrjú stig en liðið hefur fengið á sig tólf mörk í síðustu þremur leikjum.

Önnur úrslit í dag:
Pepsi Max-deildin: Dramatík í toppslagnum - Fyrsti sigur ÍA
Pepsi Max-deildin: Sannfærandi sigur Blika á botnliði Stjörnunnar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner