fös 21. maí 2021 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Sannfærandi sigur Blika á botnliði Stjörnunnar
Árni Vilhjálmsson gerði þriðja mark Blika.
Árni Vilhjálmsson gerði þriðja mark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er í veseni
Stjarnan er í veseni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 4 - 0 Stjarnan
1-0 Kristinn Steindórsson ('28 )
2-0 Viktor Örn Margeirsson ('59 )
3-0 Árni Vilhjálmsson ('73 )
4-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('92 )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik er komið aftur á sigurbraut í Pepsi Max-deildinni. Þeir unnu sannfærandi sigur á nágrönnum sínum í Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikarnir tóku forystuna í leiknum á 28. mínútu leiksins þegar Kristinn Steindórsson skoraði. Höskuldur fær boltann út til hægri og kemur með boltann fyrir beint á Gísla Eyjólfsson sem nær að pota honum á markið, boltinn í stöngina og hrekkur til Kidda sem getur ekki annað en sett boltann í netið!!!" skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Blikarnir voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og þeim tókst loksins að bæta við öðru marki þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Viktor Örn Margeirsson skoraði þá er hann mætti af harðfylgi í teiginn og skoraði með skalla.

Árni Vilhjálmsson skoraði svo fyrsta mark sitt eftir að hann sneri aftur til Íslands eftir hárnákvæma aukaspyrnu Olivers Sigurjónssonar.

Heimamenn voru mikið sterkari og þeir unnu að lokum sannfærandi 4-0 sigur. Höskuldur Gunnlaugsson gerði fjórða markið í uppbótartíma. Breiðablik er komið upp í fimmta sæti með sjö stig en Stjarnan er á botni deildarinnar með aðeins tvö stig.

Önnur úrslit í dag:
Pepsi Max-deildin: Dramatík í toppslagnum - Fyrsti sigur ÍA

Textalýsingar:
20:00 Fylkir - Keflavík
20:15 Valur - Leiknir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner