Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. maí 2021 22:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir varnarmenn úr versta varnarliðinu í landsliðshóp
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
A-landsliðshópurinn fyrir komandi vináttulandsleiki í júní var tilkynntur í dag.

Hópurinn er mjög áhugaverður en hann má sjá með því að smella hérna.

Það vantar fjölda lykilmanna í hópinn. Þar á meðal eru leikmenn okkar í ensku úrvalsdeildinni; Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru meðal leikmanna sem ekki gefa kost á sér.

Sjö leikmenn úr Pepsi Max-deildinni eru valdir í hópinn en athygli vekur að Hannes Þór Halldórsson er ekki á meðal fjögurra markvarða.

Það koma tveir varnarmenn úr Keflavík; Ísak Óli Ólafsson og Rúnar Þór Sigurgeirsson. Þetta vekur nokkra athygli í ljósi þess að Keflavík er versta varnarlið Pepsi Max-deildarinnar til þessa. Keflavíkur hefur fengið á sig 13 mörk í fimm leikjum, en það eru 2,6 mörk í leik. Keflvíkingar hafa fengið á sig 12 mörk í síðustu þremur leikjum en Ísak og Rúnar hafa báðir spilað þessa þrjá leiki.

Ísak og Rúnar eru báðir mjög efnilegir en aðrir leikmenn, eins og til dæmis Böðvar Böðvarsson, leikmaður Helsinborg í Svíþjóð, eru væntanlega svekktir að missa af hópnum. Það urðu einhver forföll á leikmönnum. Fótbolti.net er ekki með upplýsingar um það hvaða leikmenn fengu ekki leyfi til að fara í hópinn þar sem blaðamannafundi var frestað fram í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner