banner
   fim 21. júní 2018 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Aron: 0,4% virðist hafa sofnað
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins og jafnvel þjóðarinnar var spurður á fréttamannafundi landsliðins í hádeginu út í þær ótrúlegu sjónvarpstölur sem komu eftir leikinn gegn Argentínu þar sem 99,6% af þeim sem horfðu á sjónvarpið á meðan leikurinn var í gangi horfði á einhverjum tímapunkti á leikinn.

„Það sýnir sig hversu margir eru hér," sagði Aron Einar og bætti við. „Ég veit ekki hvað 0,4% þjóðarinnar var að horfa á. Þau hljóta að hafa sofnað."

„Það er frábært að hafa fengið þennan stuðning síðustu ár. Við erum klárlega að gera eitthvað rétt. Við erum ekki bara að gera þetta fyrir okkur. Við erum að gera þetta fyrir þau líka og svo þau geti verið stolt af okkur og þess vegna gefum við alltaf allt sem við eigum á vellinum."

Ísland mætir Nígeríu á morgun klukkan 15:00 á Volgograd leikvanginum í Volgograd.
Athugasemdir
banner
banner