fim 21. júní 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Bíómynd og endursýndur leikur þegar Ísland-Nígería fer fram
Icelandair
Mynd: Getty Images
99,6% þeirra sem horfðu á sjónvarp á Íslandi þegar leikur Íslands og Argentínu fóru fram voru að horfa á beina útsendingu frá leiknum á laugardaginn.

Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik HM klukkan 15:00 á morgun og reikna má með að augu landsmanna verði einnig á þeim leik.

Hvað er í gangi hjá hinum sjónvarpsstöðvunum á meðan?

Stöð 2 verður með bíómyndina The Space Between Us til sýningar klukkan 15:00.

Stöð 2 Sport verður með endursýningu af Sumarmessunni og endursýningu frá leik Stjörnunnar og ÍBV sem fór fram fyrr í vikunni í Pepsi-deild karla.

Í Sjónvarpi Símans verða Family Guy, Glee og Everybody Loves Raymond í gangi á meðan á leik stendur.

Líklegt er að áhorfið verði lítið á aðrar stöðvar á meðan á leik stendur en þeir fáu sem hrífast ekki með íslenska landsliðinu geta horft á eitthvað annað á meðan leikurinn fer fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner