Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Argentínu og Króatíu: Di Maria og Rojo út
Di Maria í leiknum gegn Íslandi.
Di Maria í leiknum gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Argentína og Króatía eigast við í riðli okkar Íslendinga, D-riðlinum, á HM í Rússlandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og er mikilvægur upp á framhaldið fyrir okkur að gera.

Eins og öll þjóðin veit þá gerði Argentína 1-1 jafntefli við Ísland á laugardag. Frá þeim leik gerir Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfari, þrjár breytingar á liði sínu. Hann var ekki sáttur með spilamennskuna gegn Íslandi og það er greinilegt.

Hann tekur Lucas Biglia, Marcos Rojo og Angel Di Maria út. Marcos Acuna, Gabriel Mercado og Enzo Perez koma inn í liðið.

Lionel Messi og Sergio Aguero eru áfram á sínum stað, að sjálfsögðu.

Króatía vann fyrsta leik sinn þægilega gegn Nígeríu. Króatar gera eina breytingu á byrjunarliði sínu Marcelo Brozovic byrjar á kostnað Andrej Kramaric.

Króatía er einum færri á bekknum þar sem Nikola Kalinic var sendur heim.

Byrjunarlið Argentínu: Caballero, Mercado, Tagliafico, Otamendi, Salvio, Acuna, Meza, Mascherano, Perez, Messi (c), Aguero

Byrjunarlið Króatíu: Subasic, Vrsaljko, Strinic, Lovren, Vida, Perisic, Rakitic, Modric (c), Brozovic, Rebic, Mandzukic
Athugasemdir
banner
banner
banner