Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. júní 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Heimir hrósaði Aroni og Gylfa fyrir að fórna sér
Icelandair
Gylfi og Aron glaðbeittir eftir leikinn við Argentínu.
Gylfi og Aron glaðbeittir eftir leikinn við Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, hrósaði Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni á fréttamannafundi íslenska landsliðsins í dag.

Aron og Gylfi spiluðu báðir vel gegn Argentínu um síðustu helgi eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í nokkra mánuði fyrir HM. Heimir var spurður út í stöðuna á Gylfa fyrir leikinn gegn Nígeríu á morgun.

„Gylfi er 100% klár og klár í að spila. Það var frábært að við gátum gefið honum mínútur í undibúningum á Íslandi áður en við komum hingað. Hann spilaði allan leikinn gegn Argentínu," sagði Heimir.

„Aron spilaði næstum allan leikinn gegn Argentínu. Endurhæfingin þeirra var frábær og þetta sýndi karakterinn hjá báðum leikmönnum."

„Þeir lögðu mikið í endurhæfinguna og þeir eiga hrós skilið fyrir að fórna sér fyrir liðið, eins og margir aðrir í hópnum okkar."


Ísland mætir Nígeríu í Volgograd klukkan 15:00 á morgun en reikna má með að bæði Aron og Gylfi byrji báðir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner