fim 21. júní 2018 11:19
Magnús Már Einarsson
Heimir: Ighalo einn sá besti í loftinu á HM
Ísland-Nígería á morgun
Icelandair
Odion Ighalo framherji Nígeríu sló í gegn hjá Watford.  Hann spilar í dag í Kína.
Odion Ighalo framherji Nígeríu sló í gegn hjá Watford. Hann spilar í dag í Kína.
Mynd: Getty Images
Fréttamaður frá Nígeríu spurði Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara Íslands út í föst leikatriði á fréttamannafundi Íslands í dag. Nígeríumenn hafa átt erfitt með að verjast föstum leikatriðum á meðan íslenska liðið hefur notað það sem sterkt vopn sóknarlega undanfarin ár.

„Leikmenn ykkar eru reyndar mjög góðir í loftinu. (Odion) Ighalo er einn sá besti í loftinu á mótinu. " svaraði Heimir að bragði.

„Þetta er eðlilegt fyrir okkur. Við æfum föst leikatriði fyrir öll lið sem við mætum. Það skiptir ekki máli hvort það sé leikur gegn Argentínu eða eða Nígeríu. Við fengum sömu spurningar fyrir leikinn gegn Argentínu."

„Þið fenguð tvö mörk á ykkur úr föstum leikatriðum í síðasta leik. Það er kannski ekki mikið sjálfstraust hjá ykkur í föstum leikatriðum og við þurfum að reyna að nýta okkur það. Við reynum að nýta öll okkar tækifæri þegar við getum komið boltanum inn í vítateig,"
sagði Heimir við spurningu nígeríska fréttamannsins.

Leikur Íslands og Nígeríu hefst klukkan 15:00 í Volgograd á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner