fim 21. júní 2018 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Ástralía á enn von eftir jafntefli við Danmörku
Eriksen kom Dönum yfir með glæsimarki.
Eriksen kom Dönum yfir með glæsimarki.
Mynd: Getty Images
Jedinak er örugg vítaskytta.
Jedinak er örugg vítaskytta.
Mynd: Getty Images
Danmörk 1 - 1 Ástralía
1-0 Christian Eriksen ('7 )
1-1 Mile Jedinak ('38 , víti)

Það er ekki öll von úti fyrir Ástralíu í C-riðli Heimsmeistaramótsins eftir jafntefli við Danmörku í fyrst leik dagsins á HM í Rússlandi.

Danir byrjuðu betur - VAR vítaspyrna
Danir byrjuðu af miklum krafti og voru frændur okkar komnir yfir eftir aðeins sjö mínútur. Markið var glæsilegt hjá besta fótboltamanni Danmerkur, Christian Eriksen.

Danmörk var með öll völd á vellinum til að byrja með en þegar leið á fyrri hálfleikinn stigu Danir af bensíngjöfinni og Ástralía komst meira inn í leikinn. Á 38. mínútu dró til tíðinda þegar vítaspyrna var dæmd. Dómarinn notfærði sér myndbandstækni eftir að boltinn fór í hendi Yussuf Poulsen, sóknarmanns Dana, og vítaspyrna dæmd. Á punktinn steig Mile Jedinak og skoraði hann af miklu öryggi fram hjá Kasper Schmeichel. Jedinak er mjög örugg vítaskytta en bæði mörk Ástralíu hingað til á mótinu hafa komið af punktinum.


Seinni hálfleikurinn var líflegur en það voru ekki fleiri mörk skoruð og lokatölur 1-1 í Samara.

Hvað gerist næst?
Á eftir er leikur Frakklands og Perú í þessum riðli. Danmörk er með fjögur stig á toppi riðilsins núna og Ástralía hefur eitt stig. Ástralía á enn möguleika á því að fara áfram, en leikurinn mun segja mikið til um úrslitin í þessum riðli.

Þess ber að geta að liðin sem munu fara upp úr þessum riðli munu mæta liðunum sem fara upp úr riðli okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner