Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Merson spáir 1-0 sigri Íslands gegn Nígeríu á morgun
Icelandair
Ná Íslendingar í sinn fyrsta sigur á HM á morgun?
Ná Íslendingar í sinn fyrsta sigur á HM á morgun?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sparkspekingurinn og fyrrum landsliðsmaður Englands, Paul Merson spáir því að Íslendingar muni vinna Nígeríu á morgun, 1-0.

Líkt og alþjóð veit mætast Ísland og Nígería á morgun í öðrum leik Íslands á HM.

Eftir frábært jafntefli gegn Argentínu ætla strákarnir okkar að næla sér í stigin þrjú gegn Nígeríu.

Samkvæmt veðmálasíðu Sky eru Íslendingar líklegri til þess að vinna á morgun og þá er Alfreð Finnbogason líklegastur til þess að skora fyrsta mark Íslands.

Veðbankar eru ekki einir sem telja að Íslendingar vinni Nígeríu, því það gerir Paul Merson líka.

„Ísland er eitt besta liðið í því að setja upp leikina þannig að þeir tapi ekki. En þeir verða að fara í þennan leik og vinna hann. Ef þeir vinna leikinn þá gæti Argentína verið í miklum vandræðum ef úrslitin falla ekki með þeim. Ég verð að segja Ísland þar sem Nígería voru skelfilegir gegn Króatíu," sagði Merson
Athugasemdir
banner
banner