Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 12:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Töluvert minni leikur hvað fjölmiðla varðar
Icelandair
Úr fjölmiðlastúkunni í leiknum gegn Argentínu.
Úr fjölmiðlastúkunni í leiknum gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikil eftirvænting er fyrir leik Íslands og Nígeríu á HM í Rússlandi. Leikurinn er á morgun og hefst 15:00.

Ísland náði jafntefli við Argentínu í sínum fyrsta leik og leikurinn á morgun er gífurlega mikilvægur upp á framhaldið. Nígeríuleikurinn er þó frekar lítill í samanburði við leikinn gegn Argentínu.

Það verða um 40.300 áhorfendur á leiknum í Volgograd. Reiknað er með svipuðum fjölda Íslendinga og Nígeríumanna, 2-3000 en þær tölur munu koma betur í ljós á morgun. Argentínumenn voru í miklum meirihluta á leiknum gegn Íslandi en ekki var búist við því fyrir leikinn. Heimir Hallgrímsson, var var hissa.

Leikurinn verður líka töluvert minni hvað fjölmiðla varðar. Ekki er búist við fleiri en 300 fjölmiðlamönnum á leikinn en á leiknum við Argentínu voru yfir 1000 fjölmiðlamenn.

Leikurinn er eins og áður segir á morgun og hefst 15:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner