Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. júní 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona að gera umboðsmanni De Jong greiða?
De Jong og kærasta hans á Nývangi í janúar.
De Jong og kærasta hans á Nývangi í janúar.
Mynd: Instagram
Barcelona keypti í janúar Frenkie de Jong á um 65 milljónir punda.

De Jong hélt áfram hjá Ajax út leiktíðina og spilaði gífurlega vel og verður spennandi að fylgjast með kappanum.

Umboðsmaður de Jong, Ali Durson, hefur sennilega fengið eitthvað í vasann fyrir að ganga frá þeim vistaskiptum.

Mögulega fékk Barcelona einhvern afslátt af þeim greiðslum því í gær tilkynnti félagið að varaliðið, Barcelona B, hefði fengið liðstyrk. Mike van Beijnen er genginn til liðs við liðið á frjálsri sölu.

Van Beijnen er sonur Ali Durson. Mike fékk ekki að spila með varaliði Ajax og spilaði níu leiki fyrir varalið NAC Breda.

Dursun uppgötvaði de Jong þegar hann var að horfa á son sinn spila unglingaleik með PSV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner