Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. júní 2019 09:11
Elvar Geir Magnússon
Copa America: Suarez skoraði úr ranglega dæmdu VAR víti
Úrúgvæ hefur fimmtán sinnum unnið Copa America.
Úrúgvæ hefur fimmtán sinnum unnið Copa America.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæ 2 - 2 Japan
0-1 Koji Miyoshi ('25)
1-1 Luis Suarez (víti '32)
1-2 Koji Miyoshi ('59)
2-2 Jose Gimenez ('66)

VAR myndbandsdómgæslan hefur verið of áberandi í Suður Ameríku-bikarnum, Copa America, og það hélt áfram í gærkvöldi þegar Úrúgvæ kom tvisvar til baka og gerði jafntefli við Japan, aðra af gestaþjóðum keppninnar.

Japan komst yfir en Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona, jafnaði af vítapunktinum eftir að ranglega var dæmt víti. Edinson Cavani, leikmaður Úrúgvæ, sparkaði í japanska varnarmanninn Naomichi Ueda en fékk sjálfur vítaspyrnu, þrátt fyrir að dómarinn skoðaði atvikið í VAR.

Í seinni hálfleik endurheimti Japan forystuna en aftur jafnaði Úrúgvæ og lokatölur 2-2. Japan gerði sterklega tilkall til þess að fá vítaspyrnu í leiknum en dómarinn ákvað að nota ekki VAR til að skoða það atvik aftur.

„Japan hefur unga og snögga leikmenn og góð gæði. Þeir pressuðu okkur vel og við náðum ekki að spila eins og við vildum," Sagði Suarez eftir leik.

Úrúgvæ er á toppi C-riðils með fjögur stig en Síle sem er í öðru sæti getur komist á toppinn með sigri gegn Ekvador í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Síðasti leikur Úrúgvæ í riðlakeppninni verður gegn Síle á mánudag en Japan mætir Ekvador á þriðjudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner