Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 21. júní 2019 19:00
Oddur Stefánsson
Heimild: Daily Mail 
Frábær markatölfræði Torres hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Fernando Torres staðfesti í dag að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir frábæran 18 ára feril.

Hinn 35 ára gamli Spánverji gerði það gott hjá Liverpool í ensku deildinni áður en hann fór til Chelsea árið 2011.

Á tímabilunum 2007 til 2010 skoraði Torres 0,84 mörk hverjar 90 mínútur án þess þó að telja vítaspyrnur með.

Til að bera saman við aðra sóknarmenn sem hafa gert garðinn frægan í ensku deildinni þá var Thierry Henry með 0,73 og Alan Shearer með 0,71 mörk hverjar 90 mínútur á þeirra þrem bestu tímabilum í deildinni.

Torres kláraði sitt síðasta tímabil með japanska liðinu Sagan Tosu eftir að hafa gengið í raðir þeirra frá Atletico Madrid árið 2018.
Athugasemdir
banner