Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Pétur: Það var ekkert lið inn á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
   fös 21. júní 2019 16:04
Arnar Daði Arnarsson
Kári Árna ætlar sér á EM: Tek stöðuna þegar það er búið
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Kári Árnason er formlega orðinn leikmaður Víkings í Reykjavík á nýjan leik. Kári, sem er 36 ára, hefur verið lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins í gegnum velgengnina undanfarin ár.

„Tilhugsunin er frábær. Ég er mjög ánægður með þetta. Það kom aldrei neitt annað lið til greina að spila með í rauninni ef ég var að koma heim á annað borð," sagði Kári Árnason í viðtali eftir undirskriftina í Víkinni í dag.

Hann segir að það hafi alveg komið til greina að vera áfram úti í atvinnumennsku og fresta heimkomunni um nokkra mánuði.

„Ef rétta boðið hefði komið á borðið þá hefði ég skoðað það. Mér bauðst að spila í Tyrklandi en ég hafði ekki áhuga á því en þetta var endanleg ákvörðun."

Svipuð staða var uppi á sama tíma í fyrra en þá ákvað Kári að taka slaginn í eitt ár í viðbót í atvinnumennsku.

„Mér fannst ég ekki vera alveg tilbúinn að koma heim strax. Mér finnst ég eiga góð ár eftir. Mér fannst ég geta spilað á hærra leveli í lengri tíma í fyrra og það hefur svosem ekkert breyst mikið en ég er meira til í það andlega að koma heim og klára þetta hérna."

Hann fær keppnisleyfi með Víkingum þegar glugginn opnar þann 1. júlí en sama dag leikur liðið gegn ÍA. Samningurinn er út næsta tímabil, 2020. Hann segir ekkert ákveðið hvort hann leggi skóna á hilluna eftir tímabilið á næsta ári.

„Ég er ekkert búinn að ákveða það í rauninni. Þetta er mjög þægilegt fyrir mig. Við ætlum okkur á EM og þá myndi ég klára tímabilið eftir EM og síðan getum við tekið stöðuna þegar það er búið," sagði Kári.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner