Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. júní 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Líkleg byrjunarlið FH og KR
FH - KR 19:15 á sunnudagskvöld
Guðmann Þórisson tekur út leikbann á sunnudaginn.
Guðmann Þórisson tekur út leikbann á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kemur Kennie Chopart inní byrjunarliðið?
Kemur Kennie Chopart inní byrjunarliðið?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er risa leikur á sunnudagskvöld í Pepsi Max-deildinni þegar FH tekur á móti toppliði KR.

Fótbolti.net spáir því að Rúnar Kristinsson þjálfari KR geri eina breytingu á sínu liði frá 3-2 endurkomusigrinum gegn Val í vikunni.

Ólafur Helgi Kristjánsson þarf hinsvegar að gera breytingar á vörninni frá 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Hjörtur Logi Valgarðsson fór meiddur af velli og hefur ekkert getað æft í vikunni. Þá tekur miðvörðurinn, Guðmann Þórisson út leikbann í leiknum.



Eftir að hafa lent 2-0 undir á heimavelli í vikunni komu KR-ingar til baka og unnu ótrúlegan 3-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals. Finnur Tómas Pálmason ungur og efnilegur miðvörður sem hefur stimplað sig vel inn í lið KR var í basli gegn Val og gaf til að mynda Valsmönnum tvö tækifæri á hraðri skyndisóknum sem Valsmenn nýttu sér í öðru marki sínu.

Við teljum það líklegt að Kennie Chopart byrji í hægri bakverðinum en hann hefur verið að koma meira og meira inn í lið KR eftir erfið meiðsli á undirbúningstímabilinu. Þar með færist Arnór Sveinn í miðvörðinn og Finnur Tómas byrji á varamannabekknum.



laugardagur 22. júní
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
17:00 ÍA-HK (Norðurálsvöllurinn)

sunnudagur 23. júní
16:00 Valur-Grindavík (Origo völlurinn)
16:00 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
17:00 KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn)
19:15 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner