fös 21. júní 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neymar að undirbúa sig undir verkfall hjá PSG?
Mynd: Getty Images
Neymar, leikmaður PSG og brasilíska landslisðins, er sagður ósáttur hjá frönsku meisturunum. Orðrómar undanfarna daga segja hann á leið til Spánar. Annað hvort til síns fyrrum félags, Barcelona, eða þá til Real Madrid.

Samkvæmt spænska fjölmiðlinum Sport er Neymar búinn að gera upp hug sinn um hvar hann vilji spila. Sport segir að hugurinn sé hjá Barcelona.

Neymar á að hafa sagt vð Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, að hann vilji yfirgefa París og ekkert geti breytt því.

Neymar hefur samkvæmt þessari sömu frétt ekki liðið vel í París og á fljótlega að hafa áttað sig á því að félagaskiptin voru stór mistök á sínum tíma.

Hinn 27 ára Neymar á að hafa sagt forsetanum að hann vilji fara heim, heim til Barcelona.

Fyrirsögn Daily Express í tengslum við þessa frétt hjá Sport segir Neymar tilbúinn að fara í verkfall til að ýta félagaskiptunum til Barcelona í gegn.

Barcelona hefur í sumar sagt vera að klófesta Antoine Griezmann en þessi orðrómur um endurkomu Neymar á að hafa sett strik í þann reikning og þau félagaskipti bíða á meðan staða Neymar er skoðuð betur.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner