Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 21. júní 2019 13:53
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu glæsivilluna sem Gylfi leigði undir brúðkaupið
Mynd: Villa Balbiano
Það var mikið um dýrðir þegar Gylfi Þór Sigurðsson, stærsta fótboltastjarna Íslands, og Alexandra Helga Ívarsdóttir giftust. Þau eru nú stödd á Maldíveyjum í brúðkaupsferð.

Vinir og ættingjar mættu til Ítalíu um síðustu helgi í brúðkaupsveisluna en hún fór fram við Como vatn.

Gylfi og Alexandra leigðu glæsivillu sem margir Íslendingar kannast vel við enda hefur hún verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.

Villa Balbiano heitir glæsivillan en samkvæmt vefsíðu á netinu kostar um 20,5 milljónir að leigja hana í viku. Hún er á þremur hæðum með sex svefnherbergjum en líklega gisti nánasta fjölskylda brúðhjónanna í villunni.

Hér má sjá nokkrar myndir af villunni og umhverfi hennar.
Athugasemdir
banner
banner
banner