Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. júní 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hörður í góða höfuðborgarferð em Samherjar ekki
Úr leik hjá Ísbirninum á síðustu leiktíð.
Úr leik hjá Ísbirninum á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Hörður Ísafirði vann góðan útisigur.
Hörður Ísafirði vann góðan útisigur.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Það fóru fram þrír leikir í 4. deild karla í þremur mismunandi riðlum á þessum ágætis sunnudegi.

Sjá einnig:
Passion league spáin - 4. deildin í sumar

B-riðill
Í B-riðli skildu KFR og Kormákur/Hvöt, en þessum liðum er spáð sjötta og þriðja sæti riðilsins. KFR náði forystunni á 68. mínútu, en Kormákur/Hvöt jafnaði snögglega. Bæði lið voru að spila sinn fyrsta leik í riðlinum.

KFR 1 - 1 Kormákur/Hvöt
1-0 Ævar Már Viktorsson ('68)
1-1 Sjálfsmark ('72)

C-riðill
Ísbjörninn vann þægilegan sigur á Samherjum í C-riðlinum. Milos Bursac og Ronald Andre Olguín González skoruðu í fyrri hálfleiknum og gulltryggði Rui Pedro De Jesus Pereira sigurinn í seinni hálfleiknum fyrir Ísbjörninn. Ekki góð ferð í höfuðborgina fyrir Samherja. Ísbjörninn er með fjögur stig, en Samherjar eru án stiga eftir tvo leiki.

Ísbjörninn 3 - 0 Samherjar
1-0 Milos Bursac ('35)
2-0 Ronald Andre Olguín González ('45)
3-0 Rui Pedro De Jesus Pereira ('59)

D-riðill
Hörður frá Ísafirði gerði hins vegar góða ferð í höfuðborgina þegar liðið vann sigur á Mídasi á Víkingsvelli. Sigurður Arnar Hannesson gerði þrennu fyrir Hörð, sem er með þrjú stig eftir tvo leiki, en liðið tapaði 4-0 gegn Árborg á föstudaginn síðasta. Mídas er með eitt stig eftir tvo leiki.

Mídas 2 - 4 Hörður Í
0-1 Sigurður Arnar Hannesson ('8)
1-1 Jón Kristófer Stefán Jónsson ('14)
1-2 Davíð Hjaltason ('61)
1-3 Sigurður Arnar Hannesson ('68)
2-3 Sigurður Ólafur Kjartansson ('74)
2-4 Sigurður Arnar Hannesson ('76)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner