sun 21. júní 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áslaug Munda öll að koma til
Áslaug í leik gegn Val á síðustu leiktíð.
Áslaug í leik gegn Val á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hefur verið fjarri góðu gamni í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max-deildarinnar. Áslaug er leikmaður Breiðabliks sem hefur farið vel af stað og er með fullt hús stiga.

Aðspurð í gær sagðist Áslaug hún sjálf öll vera að koma til. Áslaug er að fara inn í sitt þriðja tímabil með Breiðabliki eftir að hafa komið frá Völsungi fyrir tímabilið 2018.

Hún var spurð hvort hún teldi að hún myndi spila í næstu umferð þegar Breiðablik mætir KR á þriðjudag. Áslaug gat ekki lofað því en útilokaði það á sama tíma ekki. Hún hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli í baki.

Breiðablik sigraði FH í fyrstu umferð og Selfoss í annarri umferð. Liðið er í 2. sæti deildarinnar eins og stendum, með lakari markatölu en Þór/KA.

Sjá einnig:
Áslaug Munda: Ætla mér klárlega einn daginn að spila erlendis
Athugasemdir
banner
banner
banner