Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júní 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Sveinn segir engan pirraðan út í Ólaf Inga: Svona gerist
Ólafur Ingi Skúlason er í banni í kvöld.
Ólafur Ingi Skúlason er í banni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn Þórarinsson, annar af aðalþjálfurum Fylkis, segir að það hafi verið enginn pirringur út í Ólaf Inga Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfara Fylkis, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Ólafur Ingi kom inn á sem varamaður í leiknum og fékk hann rautt spjald undir lok hans fyrir ljóta tæklingu á Alex Frey Haukssyni, fyrirliða Stjörnunnar.

Sjá einnig:
Ólafur Ingi tjáir sig: Niður af þínum háa hesti Rúnar og líttu þér nær

Staðan var 1-1 þegar Ólafi Inga var vísað út af, en Stjarnan skoraði sigurmark einum fleiri í uppbótartíma.

Atli Sveinn var í viðtali við Stöð 2 Sport núna áðan og var spurður hvort að menn hefðu verið pirraður út í Ólaf Inga. Atli Sveinn sagði þá: „Nei, alls ekki. Alls ekki. Við gerum þetta sem lið og þetta er hluti af því að vera í fótbolta, svona gerist. Hlutirnir gengu ekki upp akkúrat þarna."

Fylkir er að spila við Breiðablik klukkan 19:15. Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner