sun 21. júní 2020 10:22
Magnús Már Einarsson
Betri mæting en á fyrstu umferð í fyrra í Pepsi Max-deildinni
Áhorfendur á leik Vals og KR í fyrstu umferðinni.
Áhorfendur á leik Vals og KR í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir fjöldatakmarkanir á leikjum þá mættu talsvert fleiri áhorfendur á 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í ár heldur en í fyrra.

Sigurður Svavarsson bendir á þetta á Twitter en 7780 áhorfendur mættu á leikina í ár sem er 1000 fleiri en í fyrra.

Færri komust að en vildu í fyrstu umferð en uppselt var til að mynda á leik Breiðabliks og Gróttu um síðustu helgi.

Önnur umferðin hófst með þremur leikjum í gær og hún heldur áfram í dag en þá eru þrír leikir á dagskrá.

Leikir dagsins:
16:45 Fjölnir-Stjarnan (Extra völlurinn)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)


Athugasemdir
banner
banner
banner