Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 21. júní 2020 11:45
Brynjar Ingi Erluson
Conte vill fá Walker til Inter
Kyle Walker
Kyle Walker
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Inter á Ítalíu, vill fá Kyle Walker frá Manchester City í sumar en þetta kemur fram í ESPN í dag.

Walker, sem er 30 ára gamall, framlengdi samning sinn við City á síðasta ári en hann gildir til ársins 2024.

Hann hefur brotið reglur um samkomubann fjórum sinnum á síðustu mánuðum en talið er að hann hafi áhuga á því að breyta og leita annað.

Samkvæmt ensku miðlunum þá hefur Conte áhuga á að fá hann til Ítalíu en það eru aðeins þrjú ár frá því hann kom til City frá Tottenham á 50 milljónir punda.

Walker var í byrjunarliði City gegn Arsenal á dögunum. Hann var að glíma við meiðsli í leiknum en náði að hrista þau að af sér og klára leikinn.

Hann og Joao Cancelo hafa verið að berjast um stöðuna í liði City en Cancelo átti erfitt með að ýta Walker úr liðinu. City mun hlusta á tilboð í Cancelo en félagið hefur einnig áhuga á að fá Nelson Semedo frá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner