Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 21. júní 2020 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur skoraði þrennu og lagði upp gegn besta liðinu
Jón Dagur skoraði þrennu.
Jón Dagur skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson fór á kostum þegar AGF vann topplið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-3 útisigri gegn Mikael Neville Anderson og félögum í Midtjylland. Jón Dagur lék allan leikinn fyrir AGF, en Mikael Neville var ekki með Midtjylland í dag.

Jón Dagur kom AGF í 1-0, en AGF missti svo frá sér forystuna og komst Midtjylland í 3-1 snemma í seinni hálfleik. Þá tók Jón Dagur, sem er 21 árs gamall, yfir leikinn. Hann skoraði tvö og jafnaði metin fyrir AGF. Það var ekki nóg með því hann lagði upp sigurmarkið í uppbótartímanum.

Algerlega stórkostlegur leikur hjá Jóni Degi. AGF er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, en Midtjylland er eins og áður segir á toppnum og er þar með afgerandi forystu.


Athugasemdir
banner
banner
banner