Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. júní 2020 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea með endurkomusigur á Aston Villa
Leikmennirnir þrír sem komu að mörkum Chelsea.
Leikmennirnir þrír sem komu að mörkum Chelsea.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 1 - 2 Chelsea
1-0 Kortney Hause ('43 )
1-1 Christian Pulisic ('60 )
1-2 Olivier Giroud ('62 )

Chelsea styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með endurkomusigri á Villa Park.

Chelsea lenti undir í leiknum þegar varnarmaðurinn Kortney Hause skoraði á markamínútunni, 43. mínútu. Chelsea hafði verið mikið sterkari aðilinn, en það voru heimamenn í Aston Villa sem náðu forystunni. Douglas Luiz átti góða fyrirgjöf og House átti marktilraun sem Kepa í marki Chelsea varði. House náði hins vegar frákastinu og skoraði þá.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en Chelsea var ekki langa að snúa leiknum við í síðari hálfleiknum.

Varamaðurinn Christian Pulisic jafnaði eftir fyrirgjöf frá Cesar Azpilicueta eftir klukkutíma leik og tveimur mínútum síðar voru bláklæddir gestirnir frá Lundúnum komnir yfir. Olivier Giroud skoraði og aftur var það eftir stoðsendingu frá fyrirliða Chelsea, Azpilicueta.

Jota, leikmaður Aston Villa, fékk mjög gott tækifæri til að jafna en hann sendi boltann fram hjá markinu. Lokatölur 2-1 og sterkur útisigur fyrir Chelsea raunin.

Chelsea er núna með 51 stig, fimm stigum meira en Manchester United sem er í fimmta sæti. Aston Villa er áfram í fallsæti, einu stigi frá öruggu sæti.

Klukkan 18:00 hefst grannaslagur Everton og Liverpool. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Sjá einnig:
Sjáðu mörkin: Chelsea sneri við taflinu
Athugasemdir
banner
banner
banner