Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. júní 2020 10:35
Magnús Már Einarsson
Hart á förum frá Burnley
Mynd: Getty Images
Burnley ætlar ekki að framlengja samning sinn við markvörðinn Joe Hart en hann verður samningslaus í lok mánaðarins.

Hart kom til Burnley frá Manchester City á 3,5 milljónir punda árið 2018 en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu eftir nokkra mánuði og hefur síðan þá einungis spilað þrjá leiki.

Nick Pope er aðalmarkvörður Burnley en félagið er einnig með markvörðinn Bailey Peacock-Farrell innan sinna raða.

Hart varð enskur meistari með Manchester City árin 2012 og 2014 en eftir að Pep Guardiola tók við liðinu missti hann sæti sitt og síðan þá hefur ferilinn legið hratt niður á við.

Hinn 33 ára gamli Hart lék með West Ham og Torino á láni áður en hann fór til Burnley.
Athugasemdir
banner