Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 21. júní 2020 16:05
Brynjar Ingi Erluson
Leik Dynamo Moskvu og Krasnodar frestað - Þrjú ný smit
Krasnodar spilar við Dynamo Moskvu þann 19. júlí
Krasnodar spilar við Dynamo Moskvu þann 19. júlí
Mynd: Getty Images
Leik Dynamo Moskvu og Krasnodar í rússnesku deildinni hefur verið frestað en Dynamo staðfesti þrjú ný smit í liðinu í dag.

Leikmenn Dynamo fóru í skimun í gær og bárust niðurstöðurnar í dag og kom þar í ljós að þrír leikmenn hefðu greinst með kórónaveiruna.

Því var ákveðið að fresta leiknum í dag en hann verður spilaður þann 19. júlí.

Jón Guðni Fjóluson leikur með Krasnodar en liðið er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti í deildinni.

Niðurstaðan kemur á óvart í ljósi þess að Rostov neyddist til að spila gegn Sochi á föstudag. Allt lið Rostov var í sóttkví vegna veirunnar og fór það svo að Sochi vann 10-1 en liðið hafnaði beiðni Rostov um að fresta leiknum.
Athugasemdir
banner
banner