Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júní 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Norðurlöndin: Íslendingar í markaskónum - Viðar Ari lagði upp tvö
Kjartan Henry skoraði tvö mörk.
Kjartan Henry skoraði tvö mörk.
Mynd: Getty Images
Matthías bjargaði stigi fyrir Valerenga.
Matthías bjargaði stigi fyrir Valerenga.
Mynd: Getty Images
Viðar Ari lagði upp tvö.
Viðar Ari lagði upp tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikið deildum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í dag og fjölmargir Íslendingar í eldlínunni.

Sjá einnig:
Danmörk: Jón Dagur skoraði þrennu og lagði upp gegn besta liðinu
Danmörk: Eggert Gunnþór skoraði í sigri SönderjyskE

Danmörk
Erkifjendurnir FC Kaupmannahöfn og Bröndby áttust við í dönsku úrvalsdeildinni og urðu liðin að sætta sig við eitt stig hvort. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. FCK komst yfir á 79. mínútu, en Bröndbu jafnaði tíu mínútum síðar. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby og Ragnar Sigurðsson inn á undir lokin fyrir FCK.

Þetta eru slæm úrslit fyrir FCK, sem er í öðru sæti. Toppliði Midtjylland tapaði fyrir AGF þar sem Jón Dagur Þorsteinsson fór á kostum. FCK hefði getað minnkað forystuna á toppnum í sex stig, en hún er þess í stað átta stig. Bröndby er í fimmta sæti deildarinnar.

Í dönsku B-deildinni var Kjartan Henry Finnbogason á skotskónum, að venju. Hann skoraði tvö mörk í 5-3 sigri Vejle gegn Hvidovre. Kjartan Henry er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk og er Vejle á toppnum með níu stiga forystu. Liðið mun eflaust spila í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Noregur
Í Noregi fór góður fjöldi leikja fram í úrvalsdeild karla. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir Valerenga í 2-2 jafntefli gegn Viking Stabæk á heimavelli. Valerenga missti mann af velli með rautt spjald í stöðunni 2-1 á 57. mínútu, en Matthías var bjargvættur liðsins með því að skora af vítapunktinum.

Valerenga er með fjögur stig eftir tvo leiki, eins og Sandefjord sem gerði 2-2 jafntefli við Start í Íslendingaslag. Viðar Ari Jónsson lagði upp bæði mörk Sandefjord í leiknum. Viðar Ari spilaði 88 mínútur og Emil Pálsson lék allan leikinn. Jóhannes Þór Harðarson er þjálfari Start, sem er með tvö stig, en Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í hópi liðsins í dag.

Íslendingaliðin Álasund og Viking töpuðu stórt. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði fyrir Álasund í 7-2 tapi fyrir Kristiansund, hvorki meira né minna. Daníel Leó Grétarsson og Davíð Kristján Ólafsson voru einnig í byrjunarliði Álasunds, sem er án stiga. Axel Óskar Andrésson var ekki í hóp hjá Viking sem tapaði 3-0 fyrir Brann. Viking er einnig án stiga.

Bakvörðurinn Alfons Sampsted er hins vegar á toppnum með Bodø/Glimt sem vann í dag 6-1 sigur á Haugesund. Alfons spilaði allan leikinn fyrir Bodø/Glimt sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína.

Svíþjóð
Við endum þessa yfirferð í Svíþjóð þar sem það var Íslendingaslagur síðdegis þegar Hammarby og AIK áttust við á heimavelli fyrrnefnda liðsins.

Aron Jóhannsson var ekki í leikmannahópi Hammarby vegna meiðsla, en kollegi hans Kolbeinn Sigþórsson kom inn á hjá AIK eftir 67 mínútur. Svo fór að AIK vann 2-0 sigur og komu bæði mörkin með stuttu millibili snemma í seinni hálfleik. AIK er í þriðja sæti með sex stig eftir þrjá leiki og er Hammarby í sjöunda sæti með fjögur stig.

Sjá einnig:
Svíþjóð: Norrköping áfram á sigurbraut - Arnór byrjaði í jafntefli
Athugasemdir
banner
banner