Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júní 2020 18:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Stjarnan kláraði Fjölni í seinni hálfleiknum
Stjarnan er með fullt hús eftir tvo leiki.
Stjarnan er með fullt hús eftir tvo leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni gerði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Jóhann Árni gerði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Orri var á skotskónum.
Halldór Orri var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 4 Stjarnan
0-1 Guðjón Baldvinsson ('4 )
1-1 Jóhann Árni Gunnarsson ('45 , víti)
1-2 Halldór Orri Björnsson ('54 )
1-3 Þorsteinn Már Ragnarsson ('63 )
1-4 Emil Atlason ('80 )
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Pepsi Max-deild karla. Stjarnan gekk á lagið í seinni hálfleik gegn baráttuglöðum Fjölnismönnum.

Fjölnir sýndi það í fyrstu umferð að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin með því að ná jafntefli gegn Víkingi á útivelli.

Stjarnan hafði betur gegn Fylki í fyrstu umferð með sigurmarki í uppbótartíma, en í þeim leik fékk Stjarnan á sig mark á fyrstu mínútu leiksins. Stjarnan byrjaði töluvert betur á Extra-vellinum í kvöld og skoraði Guðjón Baldvinsson fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútur eftir sendingu frá Heiðari Ægissyni.

Stjörnumenn byrjuðu betur, en heimamenn í Fjölni gáfust ekki upp og þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik fengu þeir vítaspyrnu. Ingibergur Kort átti góðan sprett og féll svo eftir viðskipti við Jósef Kristin Jósefsson. Hinn efnilegi Jóhann Árni Gunnarsson fór á punktinn og skoraði sitt fyrstu mark í efstu deild.

Staðan var 1-1 eftir frekar viðburðarlítinn fyrri hálfleik. Ólafur Jóhannesson og Rúnar Páll Sigmundsson messuðu yfir sínum mönnum í hálfleik og þeir komu tvíefldir til leiks í seinni hálfleikinn. Stjarnan náði forystunni aftur á 54. mínútu þegar Halldór Orri Björnsson skoraði eftir gott samspil.

Halldór Orri er kominn aftur í Stjörnuna og hefur farið vel af stað í deildinni með sínu uppeldisfélagi. Þorsteinn Már Ragnarsson gerði þriðja mark Stjörnunnar eftir sendingu frá Jósef Kristni eftir rúman klukkutíma og þegar tíu mínútur voru eftir skoraði Emil Atlason fjórða mark gestana. Emil kom af bekknum og náði að skora eftir flotta sendingu frá Eyjólfi Héðinssyni.

Það var síðasta markið í leiknum og lokatölur 4-1 fyrir Stjörnuna sem er eina liðið eins og er sem er með fullt hús stiga. Það gæti eitthvað breyst í kvöld. Fjölnir er með eitt stig og Breiðabliki í næsta deildarleik sínum. Næsti deildarleikur Stjörnunnar er gegn KA á heimavelli.

Tveir leikir eru að hefjast klukkan 19:15.

Beinar textalýsingar:
19:15 Fylkir - Breiðablik
19:15 FH - ÍA

Athugasemdir
banner
banner
banner