Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. júní 2020 12:45
Brynjar Ingi Erluson
Richarlison fékk tilboð frá Barcelona og Man Utd
Richarlison
Richarlison
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison segist hafa fengið tilboð frá Barcelona og Manchester United í janúar en Everton ákvað að hafna tilboðunum.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur verið einn af ljósu punktunum í leik Everton frá því hann kom frá Watford árið 2018.

Hann gerði 13 mörk í deildinni á fyrstu leiktíðinni og er kominn með 10 mörk á þessu tímabili.

Áhuginn er mikill á Richarlison en Barcelona og Manchester United sóttust eftir því að fá hann í janúar en Everton vildi ekki ganga að samningaborðinu.

„Það bárust mörg tilboð á þessu tímabili, bæði frá Barcelona og svo frá Manchester United. Félagið vildi halda mér í hópnum og ég vildi ekki fara á miðju tímabili. Það er slæmt að yfirgefa liðsfélagana á þessum tímapunkti," sagði Richarlison.

„Auðvitað hefur þetta áhrif á mann. Barcelona er eitt stærsta félag heims en ég held að ánægja spili líka stóra rullu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner