sun 21. júní 2020 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Sögulegur leikur í Kórnum
HK spilar sinn fyrsta leik í dag
HK spilar sinn fyrsta leik í dag
Mynd: Bernhard Kristinn
Hamar og HK mætast í 2. deild kvenna klukkan 14:00 í dag en leikurinn er afar sögulegur. Þetta er fyrsta sinn sem HK teflir fram liði í kvennadeildinni.

HK lék áður undir formerkjum HK/Víkings en ákveðið var að enda það farsæla samstarf á síðasta ári.

Víkingur spilar í Lengjudeildinni á meðan HK mun spila í 2. deildinni en fyrsti leikur HK er í dag.

Liðið fær þá Hamar í heimsókn í Kórinn en lið HK er að mestu skipað uppöldum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki en þar má þó einnig finna nokkra öfluga reynslubolta.

Það er frítt á völlinn en eins og áður segir hefst leikurinn klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner