Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 21. júní 2020 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid upp fyrir Barcelona
Real er komið á toppinn.
Real er komið á toppinn.
Mynd: Getty Images
Það er mikil spenna á toppnum í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona gerði markalaust jafntefli við Sevilla á föstudaginn síðasta og nýtti Real Madrid sér þau úrslit í kvöld.

Real er komið á topp deildarinnar eftir 2-1 sigur á útivelli gegn Real Scoiedad. Sergio Ramos skoraði af vítapunktinum og Karim Benzema bætti við marki stuttu síðar. Mikel Merino minnkaði muninn á 83. mínútu, en lengra komst Sociedad ekki.

Real og Barcelona eru með jafnmörg stig, en Real er á toppnum vegna innbyrðis úrslita á þessu tímabili. Real Sociedad er í sjötta sæti deildarinnar.

Það eru átta umferðir eftir, en Barcelona og Real Madrid eiga ekki eftir að mætast aftur í deildinni á þessu tímabili.

Í öðrum leikjum dagsins vann Celta Vigo risasigur á Alaves, 6-0. Celta er komið fjórum stigum frá fallsvæðinu, en Alaves er í 13. sæti með fimm stigum meira og því komu þessi úrslit á óvart. Valencia er þá í áttunda sæti eftir 2-0 sigur á Osasuna í dag. Osasuna situr í 12. sæti deildarinnar.

Celta 6 - 0 Alaves
1-0 Jeison Murillo ('14 )
2-0 Iago Aspas ('20 , víti)
3-0 Rafinha ('40 )
4-0 Rafinha ('42 )
5-0 Nolito ('78 , víti)
6-0 Santi Mina ('86 )
Rautt spjald: Martin Aguirregabiria, Alaves ('27)

Real Sociedad 1 - 2 Real Madrid
0-1 Sergio Ramos ('50 , víti)
0-2 Karim Benzema ('70 )
1-2 Mikel Merino ('83 )

Valencia 2 - 0 Osasuna
1-0 Goncalo Guedes ('12 )
2-0 Rodrigo Moreno ('35 )
Athugasemdir
banner
banner
banner