Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júní 2022 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Kvennalandsliðið í 17. sæti heimslistans
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið hefur sjaldan verið á betri stað á heimslista FIFA heldur en staðan er í dag fyrir lokakeppni Evrópumótsins.


Stelpurnar okkar fara á lokamót EM sem verður haldið á Englandi í sumar og eru þar með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu í riðli.

Það er óhætt að segja að stelpunum gangi betur heldur en strákunum sem eru í mikilli lægð og hafa verið að hrynja niður heimslistann undanfarin misseri.

Kvennalandsliðið er í 17. sæti heimslistans en hefur aldrei komist uppfyrir 15. sæti listans.

Íslenski riðillinn ætti að vera jafn þar sem Ítalía er í 14. sæti og Belgía í því 19. á heimslistanum.

Bandaríkin eiga besta kvennalandslið í heimi samkvæmt FIFA, Svíþjóð er með næstbesta og Frakkland þriðja.

Metfjöldi landsliða er á listanum að sinni þar sem 181 þjóðir eru skráðar til leiks.

Evrópumótið hefst 6. júlí og verður næsti listi gefinn út 5. ágúst, viku eftir úrslitaleikinn.

Heimslistinn í heild sinni


Athugasemdir
banner
banner
banner