Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. júlí 2018 20:30
Gunnar Logi Gylfason
Fabregas hefur trú á Sarri
Fabregas hefur trú á nýja þjálfaranum sínum
Fabregas hefur trú á nýja þjálfaranum sínum
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, miðjumaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, hefur trú á því að liðið muni njóta sín undir stjórn Maurizio Sarri, sem tók við liðinu á dögunum.

Chelsea er í Ástralíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Liðið mun leika sinn fyrsta leik undir stjórn Sarri á mánudaginn gegn Perth Glory.

„Ég hef trú á leikstílnum hans,” sagði Spánverjinn.

„Ég er mjög hrifinn af honum, ég ólst upp í þessu kerfi, í þessum gæðafótbolta sem hann vill koma með inn í félagið. Ég held að leikmaður eins og ég geti grætt mikið á þessum leikstíl. Við verðum að æfa vel og spila eins og lið.”

Sarri, sem er Ítali, tók við af landa sínum Antonio Conte, sem hafði unnið deildina og bikarinn á þeim tveimur árum sem hann var þjálfari liðsins. Sarri kom frá Napoli sem var í lengi vel í baráttu um Ítalíumeistaratitilinn á síðasta tímabili við Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner