Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. júlí 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid að bjóða 112 milljónir í Hazard
Powerade
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Everton vill Lucas Digne sem arftaka Leighton Baines.
Everton vill Lucas Digne sem arftaka Leighton Baines.
Mynd: Getty Images
Zinchenko er eftirsóttur.
Zinchenko er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er stútfullur enda mikið um að vera á leikmannamarkaðinum rétt fyrir upphaf tímabilsins. Viðar Örn Kjartansson rataði í slúðurpakka dagsins og vonast Íslendingar til að sjá hann í Championship deildinni í haust.

West Brom mun berjast við Middlesbrough og QPR um Viðar Örn Kjartansson, 28 ára sóknarmann Maccabi Tel Aviv. (Mirror)

Real Madrid undirbýr tilboð í Eden Hazard, 27, sem hljóðar upp á 112 milljónir punda. (Evening Standard)

Cesc Fabregas, 31, segist vera að gera allt í sínu valdi til að halda Hazard úr greipum Real Madrid. (Telegraph)

Barcelona var að gera þriðja tilboð sumarsins í Willian, 29. Í þetta skiptið buðu Börsungar rúmlega 55 milljónir punda. (Sky Sports)

Neymar, 26, harðneitar því að hann sé á förum frá PSG í sumar. (Marca)

Joe Hart, 31, gæti verið á leið til Chelsea fyrir 5 milljónir punda. (Sun)

Crystal Palace segir að verðmiðinn á Wilfried Zaha, 25, séu 70 milljónir punda. Everton og Borussia Dortmund hafa áhuga. (Sun)

Everton er búið að bjóða 22 milljónir punda í franska vinstri bakvörðinn Lucas Digne, 25. Digne spilar fyrir Barcelona og lítur Everton á hann sem mögulegan arftaka Leighton Baines. (Mirror)

West Ham og Newcastle eru í viðræðum við bandaríska liðið Atlanta United um kaupin á Miguel Almiron, 24 ára miðjumanni frá Paragvæ. Almiron kostar 10 milljónir punda. (Sun)

James McLean, 29 ára kantmaður West Brom, er við það að ganga til liðs við Stoke. Hann stóðst læknisskoðun í gær. (Sky Sports)

Oleksandr Zinchenko, 21, segist vera himinlifandi með lífið hjá Manchester City. Hann vill ekki yfirgefa félagið þrátt fyrir áhuga frá Wolves, Fulham og Newcastle. (Express & Star)

Egypsku eigendur Aston Villa gætu viljað stjóraskipti og er Thierry Henry, aðstoðarþjálfari Belgíu, á óskalistanum. (Daily Mail)

Chuba Akpom, 22, er á leið frá Arsenal. Sint-Truiden ætlar að kaupa sóknarmanninn unga fyrir 2 milljónir punda. (Independent)

Mauro Icardi, 25 ára fyrirliði Inter, er eftirsóttur af Real Madrid. (Daily Mail)

Jack Grealish, 22, þjakast nær Tottenham. Búist er við að það verði gengið frá félagaskiptunum snemma í næstu viku. (Mirror)

Roma er búið að bjóða 31 milljón punda í Malcom, 21 árs sóknarmann Bordeaux. Framtíð Malcom verður ákveðin á næstu sólarhringum. (Sky Sports)

Fulham ætlar að kaupa Aleksandar Mitrovic, 23 ára sóknarmann Newcastle, fyrir 20 milljónir punda. Þá er Fulham einnig að ganga frá kaupunum á spænska markverðinum Fabri, 30, sem kemur á 5 milljónir frá Besiktas. (Sun)

Newcastle ætlar að nota peninginn sem fæst fyrir Mitrovic til að kaupa Salomon Rondon, 28, af West Brom. (Star)

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern, neitar sögusögnum um að James Rodriguez, 27, sé á leið aftur til Real Madrid. Hann neitar einnig að samkomulag hafi náðst um kaupin á Benjamin Pavard, 22 ára varnarmanni Stuttgart. (ESPN)

Chelsea vill fá bosníska miðjumanninn Miralem Pjanic, 28, frá Juventus. Pjanic gæti kostað rúmlega 60 milljónir punda. (Sun)

Chris Hughton stjóri Brighton ætlar að kaupa kantmann og miðvörð fyrir gluggalok. Alireza Jahanbakhsh, 24 ára íranskur kantmaður AZ Alkmaar, er efstur á óskalistanum. (Argus)

Nikola Kalinic hafnaði silfurpeningnum frá HM því hann neitaði að taka þátt vegna meiðsla og var sendur heim. (Mirror)

Las Vegas Lights leikur í bandarísku B-deildinni og vill fá spretthlauparann fyrrverandi Usain Bolt til liðs við sig. Launakröfur Bolt gætu verið of háar. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner