lau 21. júlí 2018 16:14
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór lagði upp sigurmark Malmö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason lagði upp sigurmark Malmö í 2-1 sigri gegn Örebro í dag.

Fyrri hluti tímabilsins hefur ekki verið góður hjá Malmö sem vann sænsku deildina í fyrra.

Leikurinn í dag var bragðdaufur en Carlos Strandberg kom gestunum frá Malmö yfir snemma í síðari hálfleik.

Heimamenn klúðruðu vítaspyrnu en jöfnuðu svo með marki frá Filip Rogic.

Strandberg var aftur á ferðinni fyrir gestina skömmu eftir jöfnunarmarkið og gerði hann sigurmarkið eftir lága fyrirgjöf frá Arnóri Ingva.

Liðin voru jöfn um miðja deild. Malmö er átta stigum frá toppliði AIK þegar tímabilið er að hálfna.

Óttar Magnús Karlsson var þá ónotaður varamaður í 4-1 tapi Trelleborg gegn Östersund. Öll mörkin voru skoruð á fyrstu 35 mínútum leiksins.

Örebro 1 - 2 Malmö
0-1 Carlos Strandberg ('48)
1-1 Filip Rogic ('69)
1-2 Carlos Strandberg ('73)

Östersund 4 - 1 Trelleborg
1-0 C. Edwards ('5)
2-0 S. Ghoddos ('9)
3-0 S. Ghoddos ('11)
4-0 J. Hopcutt ('33)
4-1 F. Horberg ('35)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner