Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júlí 2020 18:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Breiðabliks og Vals: Andrea Rán og Málfríður Anna koma inn í liðin
Úr leik liðanna á síðustu leiktíð.
Úr leik liðanna á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 hefst sannkallaður toppslagur í Pepsi Max-deild kvenna þegar Íslandsmeistarar Vals heimsækja Breiðablik í 7. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Valur er í toppsæti deildarinnar með 16 stig eftir sex leiki og Breiðablik í öðru sæti með 12 stig eftir fjóra leiki og markatöluna 15:0. Breiðablik hefur leikið færri leiki þar sem liðið þurfti að fara í sóttkví og leikur þá tvo leiki síðar í Íslandsmótinu.

Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum á síðustu leiktíð og eru taplaus frá því sumarið 2018.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!

Valur gerði 1-1 jaftnefli við Fylki í síðustu umferð og Breiðablik sigraði ÍBV, 0-4, á útivelli.

Ítarlegri upphitun:
Jói rýnir í toppslaginn: Má búast við skemmtilegri skák
Álitsgjafar spá í stórleik Breiðabliks og Vals
Heimavöllurinn: Dramatík í Pepsi Max og upphitun fyrir stórleik kvöldsins

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu frá sigrinum gegn ÍBV. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir kemur inn í liðið fyrir Rakel Hönnudóttur sem tekur sér sæti á bekknum. Á bekknum hjá Blikum er einnig Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sem er að komast á fulla ferð eftir meiðsli.

Pétur Pétursson og Eiður Ben Eiríksson, þjálfarar Vals, gera eina breytingu frá jafnteflinu gegn Fylki. Málfríður Anna Eiríksdóttir kemur inn í liðið fyrir Elísu Viðarsdóttur sem tekur út leikbann. Fanndís Friðriksdóttir er áfram fjarri góðu gamni í liði Vals.

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Byrjunarlið Vals:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
77. Diljá Ýr Zomers

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner