Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júlí 2020 10:10
Magnús Már Einarsson
Chelsea eina félagið í viðræðum um kaup á Havertz
Mynd: Getty Images
Chelsea er eina félagið sem er eftir í baráttunni um Kai Havertz miðjumann Bayer Leverkusen.

Sky í Þýskalandi segir að Real Madrid, Barcelona og Bayern Munchen hafi öll hætt við að reyna við Havertz þar sem verðmiðinn er of hár.

Chelsea er að skoða að kaupa Havertz á 70 milljónir punda en sú upphæð gæti hækkað með bónusgreiðslum ef leikmaðurinn stendur sig vel hjá félaginu.

Petr Cech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea, er mættur til Þýskalands til að ræða við forráðamenn Levekrusen.

Chelsea var í félagaskiptabanni í fyrra en nú er félagið búið að kaupa Timo Werner frá RB Leizpig og Hakm Ziyech frá Ajax og Havertz gæti bæst í þann hóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner