Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júlí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Chris Hughton í viðræðum við Bristol City
Chris Hughton gæti tekið við Bristol City
Chris Hughton gæti tekið við Bristol City
Mynd: Getty Images
Chris Hughton, fyrrum stjóri Brighton, er í viðræðum við Bristol City um að taka við liðinu en þetta kemur fram í ensku miðlunum í dag.

Bristol City ákvað á dögunum að reka Lee Johnson úr starfi en Johnson hafði stýrt Bristol frá 2016.

Dean Holden stýrir Bristol-liðinu út þetta tímabil en liðið á einn leik eftir í deildinni.

Samkvæmt ensku miðlunum er Bristol í viðræðum við Chris Hughton fyrrum stjóra Brighton.

Hughton hefur áður stýrt liðum á borð við Birmingham, Newcastle United og Norwich.

Hann var síðast í starfi hjá Brighton en hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina árið 2017. Hann var svo látinn fara frá félaginu í maí á síðasta ári eftir að hann bjargaði liðinu naumlega frá falli.
Athugasemdir
banner
banner
banner