þri 21. júlí 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Deeney: Þessir orðrómar eru ekki sannir
Troy Deeney
Troy Deeney
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, framherji Watford á Englandi, þvertekur fyrir það að leikmenn hafi slegist inn í klefa í hálfleik gegn West Ham, leik sem liðið tapaði 3-1.

Nigel Pearson var rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Watford á dögunum eftir tapið gegn West Ham en liðið er í fallbaráttu þegar tveir leikir eru eftir.

Hayden Mullins stýrir liðinu út leiktíðina en það hafa margar áhugaverðar sögur verið sagðar á samfélagsmiðlum varðandi West Ham leikinn og uppstillingu á liðinu.

Þar kom fram að leikmenn hafi slegist inn í klefa í hálfleik gegn West Ham og að Deeney muni koma að liðsvalinu í síðustu tveimur leikjunum. Hann vísar þessu til föðurhúsanna.

„Ég vil bara koma nokkrum hlutum á framfæri. Það var enginn slagur í hálfleik. Árið er 2020 og þetta er eitthvað sem er ekki gert lengur og sérstaklega með allar þessar myndavélar út um allt," sagði Deeney.

„Stjórinn lagði ekki hendur á menn. Hann var mjög pirraður og ræddi við okkur en það var enginn að slást. Það var enginn kýldur eða kitlaður. Hnefarnir voru ekki á lofti."

„Í öðru lagi þá mun ég ekki velja liðið. Ég hef lesið það á netinu að ég verði spilandi þjálfari. Er eitthvað annað sem ég hef misst af?"
sagði hann og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner